Sunnudagur 6. nóvember 2005 kl. 11:17
Unglingar með eiturlyf
Í nótt stöðvuðu lögreglumenn bifreið í hefðbundnu eftirlit í Keflavík. Við leit fannst lítilræði af marihuana. Fjórir aðilar voru handteknir, tveir þeirra voru fimmtán ára, einn 17 ára og voru forráðamenn þeirra látnir sækja þá á lögreglustöðina.