Föstudagur 14. apríl 2000 kl. 23:03
Unglingar leika sér í ágjöf
Lögreglan var kvödd að Njarðvíkurhöfn um kl. 23:00 í kvöld þar sem tilkynnt var um unga drengi að leik í mikilli ágjöf sem er yfir höfnina vegna veðurs.Lögreglan fór á vettvang og hafði þar tal af þremur unglingspiltum, fæddum 1984. Var þeim gerð grein fyrir hættunni sem af leiknum getur skapast.