Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unglingar í leit af áfengi
Þriðjudagur 16. september 2003 kl. 15:52

Unglingar í leit af áfengi

Nokkuð hefur borið á að undanförnu að farið sé inn í íbúðarhús og bílskúra og brýnir lögreglan fyrir fólki að læsa húsum sínum og bílskúrum þannig að þjófar hafi ekki greiðan aðgang inn í húsin.  Í mörgum tilvikum eru húsráðendur heima þegar innfarir þessar eiga sér stað og verða ekki varir við neitt fyrr en daginn eftir.  Sum þessara tilvika eru með þeim hætti að grunur leikur á að þarna sé um að ræða unglinga í leit að áfengi.

Föstudagurinn 12. september 2003.

Kl. 19:05 var tilkynnt að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur í Sandgerði.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut sá er hraðar ók var á 118 km hraða.

Laugardagurinn 13. september 2003.

Kl. 01:46 var tilkynnt um innbrot í matvöruverslunina Hólmgarð, Hólmgarði 2, Keflavík.  Þaðan var stolið talsverðu magni af sígarettum og símakortum.  Sjónarvottur sá menn hlaupa frá versluninni.  Málið er í rannsókn.

Kl. 02:05 veittu lögrm athygli þar sem búið var að brjóta rúðu í gæsluvellinum Heiðarból.  Ekki er vitað hver tjónvaldur er.

Kl. 02:30 var tilkynnt frá öryggismiðstöð Brunavarna Suðurnesja að aðvörunarkerfi hafi farið í gang í húsnæði  við Hafnargötu í Keflavík.  Búið var að spenna þar upp glugga, en ekki ummerki um að farið hafi verið inn, þar sem styggð hefur komið að þeim aðila sem þarna var að verki.

KL. 03:51 tilkynnti eigandi bifreiðarinnar AJ-755 sem er að gerðinni Nissan Sunny árg. 1993, grá að lit, að henni hafi verið stolið utan við heimili hans í Grindavík.

Þegar lögreglumenn voru á ferð um Heiðarberg í Keflavík sáu þeir bifreið sem var talsvert skemmd eftir ákeyrslu í ljós kom að bifr. hafði verið stolið við Smáratún í Keflavík.  Tekin höfðu verið hljómflutningstæki úr bifr.   

Tilkynnt var um innbrot á 6 staði í Keflavík og Njarðvík.   Farið var inn í húsnæði Nesprýði við Vesturbraut, Múrhamars og Stapaprents við Grófina 13, hárgreiðslustofu við Hafnargötu 45, kennslustofu sem er utan við Heiðarskóla þarna þá var farið inn í íbúðarhús við Háseylu í Njarðvík. þar var tekið veski með skilríkjum í.   Veskið fannst nokkru seinna í nágrenninu.   Ekki var tekið mikið fémætt, en nokkrar skemmdir voru unnar á húsnæði.    Þessi mál eru í rannsókn.

kl.18:28 Tilkynnt um að farið hafi verið inn í íbúðarhús og bílskúr við Hamragarð í Keflavík, rótað í hirslum en ekki að sjá að neinu hafi verið stolið.  Allar hurðir skildar eftir opnar.

Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir að stöðva ekki bifreið sína á stansskyldu.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur.

Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með ökuskírteinið meðferðis við aksturinn.

Einn ökumaður var kærður fyrir meinta ölvun við akstur bifreiðar sinnar.

Einn ökumaður var kærður fyrir að mæta ekki með bifreið sína í skoðun á tilsettum tíma.

Sunnudagur 14. september 2003

Eftir miðnættið voru nokkur hávaðaútköll utan og innan dyra, þar sem ölvað fólk var að skemmta sér.

Þá var eitt útkall þar sem um heimiliserjur var að ræða hjá ölvuðu fólki.

Ein tilkynning kom um að aðfaranótt sunnudagsins hafi verið  inn í íbúðarhús og bílskúr í Keflavík, rótað í hirslum og síðan farið útúr húsinu og allar dyr skildar eftir opnar.  Ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið.  

Önnur tilkynning barst um innbrotstilraun í íbúðarhús og þeir sem þar voru á ferð skildu eftir sig poka með meintu þýfi í. 

Kl. 12:44 var lögregla og slökkvilið kallað að Plastgerð Suðurnesja við Framnesveg í Reykjanesveg vegna mikils reyks sem lagði frá fyrirtækinu. Við athugun kom í ljós að ekki var um lausan eld að ræða heldur lagði reykinn frá reykháfi vegna bilunar í brennara og katli.

Kl. 15:34 voru lögregla og sjúkrabifreið kölluð að Stafnesvegi við Sandgerði en þar hafði ökumaður misst stjórn á fólksbifreið sinni. Ökumaður og tveir farþegar sluppu án teljandi meiðsla. Ökumaður hafði ekki aldur til aksturs enda einungis 16 ára gamall. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur og var ónýt eftir óhappið.

16:40  Tilkynnt um innför í ólæstan bílskúr á Norðurvöllum í Keflavík, reiðhjóli stolið og rótað í hirslum.

Kl. 20:04 fékk lögreglan tilkynningu um pilta á hjólum uppi á þaki Heiðarskóla.  Er lögreglumenn komu á staðinn voru piltarnir farnir á brott.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt er hann ók á 113 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er leyfður 90 km.

Eins og fram kemur í þessum bókunum þá var mikið um innfarir, innbrot og þjófnaði um helgina, málin eru í rannsókn. 

Nokkuð hefur borið á að undanförnu að farið sé inn í íbúðarhús og bílskúra og brýnir lögreglan fyrir fólki að læsa húsum sínum og bílskúrum þannig að þjófar hafi ekki greiðan aðgang inn í húsin.  Í mörgum tilvikum eru húsráðendur heima þegar innfarir þessar eiga sér stað og verða ekki varir við neitt fyrr en daginn eftir.  Sum þessara tilvika eru með þeim hætti að grunur leikur á að þarna sé um að ræða unglinga í leit að áfengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024