Unglingar draga úr reykingum
Daglegar reykingar grunnskólanema í Reykjanesbæ halda áfram að dragast saman í öllum árgöngum, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknar og greiningar ehf á högum og líðan grunnskólanema í 8. – 10. bekk.
Milli 90- og 99% nemenda reykja ekki daglega. 87% nemenda í 10. bekk höfðu ekki orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga áður en rannsóknin var gerð. Til samanburðar höfðu 81% nemenda í 10. bekk á landsvísu ekki orðið ölvaðir á sama tímabili. Neysla hass og annarra ólöglegra vímuefna hjá 9. og 10. bekkingum er mælanleg.