Unglingar á slóðum aldraðra með bjór
Á laugardagskvöld kl. 21:21 höfðu lögreglumenn afskipti af fjórum piltum þar sem þeir höfðu verið að þvælast við Hvamm, húsnæði aldraðra á Suðurgötu í Keflavík. Piltarnir, sem voru 15, 14 og 13 ára voru færðir á lögreglustöð, þar sem í fórum þeirra fundust nokkrir bjórar. Í Hvammi höfðu þeir brotið eina bjórflösku. Haft var samband við forráðamenn piltana sem komu á lögreglustöð og sóttu þá.