Unglingar á eldfimu námskeiði
Unglingar í Unglingadeildinni Kletti, sem er afkvæmi Björgunarsveitarinnar Suðurnes, voru á eldvarnanámskeiði hjá Brunavörnum Suðurnesja í gærkvöldi. Þar fékk unga fólkið tækifæri á að slökkva eld í pottum og prófa slökkvitæki og eldvarnateppi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við slökkvistöðina í Keflavík í gærkvöldi og sýna að mikið eldhaf getur orðið ef ekki eru notaðar réttar aðferðir við að slökkva elda.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson