Ungir þjófar
Tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, gistu í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í nótt en þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í bílskúr við Smáratún í Keflavík og tekið þar ýmsa hluti ófrjálsri hendi. Drengirnir verða yfirheyrðir í dag.
Kunningi þeirra sem var með þeim þegar þeir voru staðnir að verki, er aðeins 15 ára gamall, en honum var ekið heim þar sem hann er ekki sakhæfur.
Lögreglunni barst tilkynning um kl. tvö í nótt frá manni sem sagðist hafa séð drengina bera lyftingastöng út úr umræddum bílskúr. Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu drengina á gangi skammt frá. Þeir neituðu í fyrstu að hafa tekið stöngina en sá yngsti viðurkenndi síðar verknaðinn og vísaði lögreglu á staðinn þar sem þýfið var geymt. Drengirnir hafa áður komist í kast við lögin.
Kunningi þeirra sem var með þeim þegar þeir voru staðnir að verki, er aðeins 15 ára gamall, en honum var ekið heim þar sem hann er ekki sakhæfur.
Lögreglunni barst tilkynning um kl. tvö í nótt frá manni sem sagðist hafa séð drengina bera lyftingastöng út úr umræddum bílskúr. Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu drengina á gangi skammt frá. Þeir neituðu í fyrstu að hafa tekið stöngina en sá yngsti viðurkenndi síðar verknaðinn og vísaði lögreglu á staðinn þar sem þýfið var geymt. Drengirnir hafa áður komist í kast við lögin.