Ungir spellvirkjar gómaðir
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöld hendur í hári tveggja 14 ára drengja sem höfðu brotist inn í mannlaust fjölbýlishús á Vallarheiði. Þar höfðu þeir valdið talsverðum skemmdum. Ekkert fémætt var að finna í húsinu og virtist því innbrotið til þess eins að valda skemmdum. Mál drengjanna fer til barnaverndaryfirvalda, að þvi er fram kemur í fréttum í morgun.
Um klukkan tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um að sprengdar hefðu verið upp tvær ruslatunnur, ein á Vesturgötu og hin á Kirkjuteig í Keflavík. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki. Sumir hafa greinilega birgt sig vel upp af sprengiefni um þessi áramót því enn má heyra kröftugar sprengingar víða um bæinn.