Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungir sjálfstæðismenn mótmæla afnámi ferðastyrks
Fimmtudagur 6. janúar 2005 kl. 15:34

Ungir sjálfstæðismenn mótmæla afnámi ferðastyrks

Heimir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur lýst yfir andstöðu við ákvörðun bæjarstjóranar að leggja af ferðastyrki til handa námsmönnum sem sækja skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Eftirfarandi er ályktun sem var samþykkt á sjórnarfundi þann 3. janúar sl.

Ályktun Heimis varðandi ferðastyrki námsmanna.

Heimir félag ungra sjálfstæðismanna harmar þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að afnema ferðastyrki námsmanna á komandi hausti.
Námsmenn hafa fengið styrki til að ferðast frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins og víðar til að sækja nám sem hefur gert þeim kleift að búa áfram í sínum heimabæ. Í sveitarfélaginu Garði fá framhaldsskólanemar styrki til að ferðast til Reykjanesbæjar til að sækja nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Mörkuð hefur verið mikilvæg stefna í Reykjanesbæ um að fjölga hér menntuðum íbúum og störfum, bæði með fjarkennslu og stofnun Íþróttaakademíu. Það skýtur því skökku við að hætta öllum stuðningi við námsmenn sem vilja búa hér en þurfa að leita út fyrir bæjarmörkin í nám.
Heimir leggur til að fallið verði frá þessu og að námsfólk hljóti áfram ferðastyrkja, það er fjárfesting til framtíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024