Ungir Sjálfstæðismenn komu færandi hendi á fæðingardeild
Ungir Sjálfstæðismenn komu heldur betur færandi hendi á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag þegar þeir afhentu deildinni tvö vegleg sjónvarpstæki að gjöf. Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segja í fréttatilkynningu sinni að með gjöfinni séu tvær flugur slegnar í einu höggi, bæði fær ungliðahreyfingin fjölmiðlaathygli fyrir kosningar og góðverk er gert. Formaður Heimis er Jóhann Friðrik Friðriksson, ritstjóri Suðurnesjafrétta. Konráð Lúðvíksson tók við gjöfunum úr hendi ungra Sjálfstæðismanna en það var í höndum nýrra mæðra á fæðingardeildinni að opna sjónvörpin sem voru pökkuð inn í skemmilega pakka, bleika og bláa.