Ungir sjálfstæðismenn funduðu rafrænt um vanda ungra drengja í menntakerfinu
Ungir Sjálfstæðismenn hafa verið að tækla menntamálin núna undanfarið og sérstaklega slæma stöðu drengja í menntakerfinu. Fyrir tveimur vikum fengu þeir til Tryggva Hjaltason á rafrænan fund og brýndi hann fyrir fundargestum vandann sem steðjar að drengjum í menntakerfinu.
Á laugardaginn 12. desember fengu þeir Hermund Sigmundsson sem er sálfræðiprófessor hjá norska tækni- og vísindaháskólanum í Þrándheimi sem og prófessor við HR. Á málfundinum fór hann vel yfir lausnirnar sem geta nýst til að bæta menntun og þroska ungmenna á þá sérstaklega hjá strákum.