Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. janúar 2004 kl. 12:09

Ungir ræningjar á ferð við kirkjugarðinn í nótt

Rétt fyrir kl. 03 í nótt var tilkynnt um drengi sem væru að fara inn í flutningabifreið við kirkjugarðinn í Keflavík.  Lögregla fóru á staðinn og náði þar tali af einum 14 ára pilti sem kvaðst hafa verið þarna á ferðinni ásamt tveimur 13 ára vinum sínum sem höfðu hlaupið í burtu áður en lögreglan kom á staðinn.  Í fórum piltsins sem lögreglan hafði tal af fannst seðlaveski sem hann sagði að hafi verið tekið úr einni ólæstri bifreið.  Einnig viðurkenndi hann að þeir hafi farið inn í fleiri ólæstar bifreiðar og tekið úr þeim smámynt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024