Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ungir piltar með molotov-kokkteil
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 09:04

Ungir piltar með molotov-kokkteil

Lögreglan í Keflavík hafði í gærdag afskipti af nokkrum ungum piltum sem voru með svokallaðan molotov-kokkteil á Sunnubraut. Kváðust þeir hafa ætlað að sprengja þetta “í móanum”.Var þetta stórhættulega leikfang tekið af piltunum, ásamt kveikjara sem þeir voru með og hafði lögregla samband við foreldra þeirra.

 

Þá var tilkynnt um skemmdarverk við Samkaup en þar hafði fáni fyrirtækisins verið rifinn niður og fánastöngin skemmd.

 

Einnig var tilkynnt um slys í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Þar hafði drengur verið að leika í rennibraut og dottið og kenndi hann til verkja í rófubeini. Var hann fluttur á HS til skoðunar.

 

Nokkrir voru kærðir fyrir umferðalagabrot í gær og einn minniháttar árekstur varð á Vatnsnesvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024