Þriðjudagur 17. júlí 2001 kl. 21:39
Ungir menn fórust með Unu í Garði GK
Mennirnir tveir sem fórust með bátnum Unu í Garði norður af Skagafirði í morgun hétu Ástmar Ólafsson og Árni Pétur Ólafsson. Ástmar var 20 ára gamall til heimilis að Hæðargötu 3 í Ytri-Njarðvík. Árni Pétur Ólafsson var 25 ára til heimilis að Ásbúð 2 í Garðabæ.