Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungir menn á jeppa valda gróðurskemmdum
Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 09:59

Ungir menn á jeppa valda gróðurskemmdum

Ungir menn á jeppabifreið urðu valdir að gróðurskemmdum þegar þeir óku yfir svæði sem nýlega hefur verið tyrft við Ægisgötu, bak byggingar á Hafnargötu í Keflavík.

Vitni sem sá til skemmdarvarganna þar sem þeir óku yfir blautt grasið og spóluðu því upp á stóru svæði. Ungu mennirnir stöðvuðu síðan bílinn til að skoða hvað þeir höfðu gert en óku síðan á brott.

Af ummerkjum að dæma virðist vera nokkuð um það að ekið sé yfir grasið á þessum stað.

Ljóst er af aðstæðum að bæjarstarfsmenn þurfa að loka svæðinu áður en því verður breytt í eitt stórt svað.

VF-mynd: Ellert Grétarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024