Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungfrú heimur ættuð úr Njarðvík
Mánudagur 12. desember 2005 kl. 20:49

Ungfrú heimur ættuð úr Njarðvík

Víkurfréttum er ljúft að vekja á því athygli að nýkrýnd alheimsfegurðardrottning, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, á ættir sínar að rekja til Njarðvíkur. Langa-langa amma Unnar er úr Njarðvíkum, en það er Þorkelína frá Tjarnarkoti.

Unnur er heldur ekki fyrsta alheimsfegurðardrottningin úr Njarðvíkum, því Guðrún Bjarnadóttir er þaðan líka, þannig að tvær af fjórum alheimsfegurðardrottningum Íslendinga koma úr Njarðvík. Merkilegur árangur það!

Unnur Birna starfaði síðasta sumar sem lögreglukona á Keflavíkurflugvelli.

Mynd: Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú heimur 2005 og með Njarðvíkurblóð í æðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024