Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungbarnaleikskóli er efstur á blaði
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 13:29

Ungbarnaleikskóli er efstur á blaði

Daði Bergþórsson, oddviti B-lista Framsóknarflokks og óháðra í Sandgerði og Garði

Kosið er til bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs á morgun, laugardaginn 26. maí. Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita allra framboðslista í sveitarfélaginu.
 
Daði Bergþórsson, oddviti B-lista Framsóknarflokks og óháðra í Sandgerði og Garði:
 
Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar?
Leikskólamál og skipulagsmál eru án efa stóru málin sem og málefni eldri borgara og bætt aðstaða til íþróttaiðkunar.  
 
Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni?
Við á B-listanum setjum ungbarnaleikskóla efst á blað, en við viljum lækka inngöngualdur og tryggja að foreldrar komist til vinnu eftir fæðingaorlof. Svo er mjög mikilvægt að íbúar verði varir við aukna þjónustu með sameiningu sveitarfélaganna. Við viljum fræðsluskrifstofu í nýtt sveitarfélag og við verðum að þrýsta á að fá heilsugæslu í okkar heimabyggð. Samgöngur eru líka mikilvægar, ef við ætlum að auka samstarf t.d á milli tónlistaskólana þurfum við að hafa samgöngur í lagi. Það er líka draumur okkar að göngu- og hjólreiðastígur á milli bæjarkjarna og við flugstöðina verði loksins að veruleika. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024