Ungabarn datt niður stiga
Sjúkraflutningsmenn á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast í dag og eru sjúkraflutningar dagsins að fylla tuginn.
Í morgun datt tæplega ársgamalt barn niður stiga á milli hæða í húsi. Það var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega slasað. Þá hafa verið nokkur útköll í dag vegna höfuðáverka sem fólk hefur verið að hljóta við fall.
Nokkrar ferðir hafa verið farnar með fólk á slysadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík vegna veikinda sinna. Að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja hafa ekki verið nein alvarleg slys eða veikindi í dag. Annríkið hefur hins vegar verið meira en á venjulegum degi hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja.