Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ung stúlka með hassmola í munni
Mánudagur 10. mars 2003 kl. 12:15

Ung stúlka með hassmola í munni

Ung stúlka var handtekin um helgina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við handtökuna stakk stúlkan einhverju í munn sér en það náðist af henni og reyndist það vera hassmoli. Stúlkan var færð á lögreglustöð og sleppt að lokinni yfirheyrslu. Dagbók lögreglunnar í Keflavík hefur verið birt opinberlega og fer hún hér á eftir:Föstudagur 7. mars 2003.

Kl. 17.10 var tilkynnt um vinnuslys í Saltver við Brekkustíg í Njarðvík. Þarna var verið að vinna við loðnufrystingu og féll bretti með frosnum loðnublokkum af lyftara og á fætur stúlka sem þarna var að vinna. Var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg.
Um kvöldið voru þrír ökumenn teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Þeir voru mældir á 132km, 113km og 114km þar sem hámarkshraði er 90km. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka um með þokuljós. Akstursskilyrði til notkunar á slíku ljósi voru ekki til staðar.
Þrjú umferðaróhöpp voru þennan dag og voru þau öll minniháttar.

Laugardagur 8. mars 2003.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.
Kl. 03:10 var tilkynnt um rúðubrot í bensínstöðinni Öldunni í Sandgerði. Við athugun kom í ljós að búið var að brjóta tvær rúður. Önnur þeirra var brotin í gegn. Ekki er vitað hver var hér að verki.
Kl. 07.41 var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við Ramma. Var þarna um aftanákeyrslu að ræða og hafði ökumaður aftari bifreiðarinnar dottað við stýrið. Engin meiðsl urðu á fólki en fjarlægja þurfti bifreiðina sem ók aftan á með dráttarbifreið.
Kl. 13.55 var ung stúlka handtekin vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við handtökuna stakk stúlkan einhverju í munn sér en það náðist af henni og reyndist það vera hassmoli. Stúlkan var færð á lögreglustöð og sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og var sá sem hraðast ók á 134 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 20:10 var tilkynnt um lítils háttar bruna í einbýlishúsi í Keflavík. Íbúar voru aðstoðaðir við að reykræsta húsið.

Sunnudagur 9. mars 2003.

Kl. 00:05 tilkynnt um ölvaðan mann á almannafæri. Maðurinn, sem reyndist mjög ölvaður, fannst liggja á götu í Keflavík og þurfti að færa hann í fangageymslu lögreglunnar. Manninum var ekið til síns heima síðar um nóttina þegar hann hafði sofið mestu vímuna úr sér.
Kl. 00:55 varð slys í Grindavík er kona skarst illa á fingri. Hún var flutt á HSS til aðhlynningar.
Kl. 02:38 var einn ökumaður tekinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Hann var mældur á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 03:11 var ökumaður var stöðvaður og við athugun kom í ljós að hann var ekki búinn að taka bílpróf þrátt fyrir að hafa aldur til þess.
Kl. 11.37 var tilkynnt um slys á Ægisgötu í Vogum en þar hafði 10 ára stúlka dottið á línuskautum og eitthvað slasast. Var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er ekki ljóst með meiðsli hennar.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu að deginum til.
Kl. 18:39 kom togveiðiskipið Haraldur Böðvarsson AK-12 til hafnar í Helguvík með slasaðan skipverja. Slysið átti sér stað á Eldeyjarbanka í morgun. Skipverjinn var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar.
Kl. 19:02 var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut, rétt austan við Grindavíkurveg, þar sem ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni og hafnað á ljósastaur. Ljósastaurinn losnaði af fætinum og hafnaði þversum á veginum. Einn ökumaður skemmdi bifreið síðan bifreið sína er hann ók yfir ljósastaurinn. Engin slys urðu á fólki. Hálka var á Reykjanesbraut.
Banaslys varð á Reykjanesbraut um áttaleitið í kvöld þegar tvær bifreiðar sem óku í gagnstæða átt lentu saman rétt vestan við Vogaveg. Sjúkabifreiðar, lögreglan og tækjabifreið slökkviliðsins fóru á vettvang. Ökumaður var einn í annarri bifreiðinni , en ökumaður og farþegi í hinni. Þeir voru allir fluttir á sjúkrahús og var farþeginn, 13 ára drengur, úrskurður látinn skömmu síðar. Þegar slysið varð var sjókoma og hálka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024