Undri fékk verðlaunin
Rótarýklúbbur Keflavíkur átti 55 ára afmæli 2. nóvember sl. og veitti af því tilefni starfsgreinaverðlaun klúbbsins, „Suður með sjó“. Styrkinn fékk Sigurður Hólm Sigurðsson sem rekur fyrirtækið S. Hólm ehf. og framleiðir hreinsiefnið Undra.
„Suður með sjó“ var stofnaður af Rótarýklúbbi Keflavíkur árið 1991. Tveimur árum áður hafði Rótarýklúbburinn gefið út bókina Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes eftir Jón Böðvarssson. Nokkur hagnaður varð af útgáfunni og var hann lagður í sjóð sem fékk nafnið; Suður með sjó og skyldi notaður til að verðlauna og eða veita styrki til þeirra sem stuðla að nýsköpun og skara fram úr í sinni starfsgrein.
Sigurður Hólm og Eygló kona hans hafa þróað og hrint í framkvæmd hugmynd um að framleiða vistvænt hreinsiefni úr kindamör. Fyrirtækið framleiðir í dag fimm tegundir af vistvænum hreinsiefnum undir vöruheitinu Undri, þ.e. tjöruhreinsi, penslasápu, línusápu, iðnaðarhreinsilög og kvoðusápu. Undri hefur þegar verið settur á markað og fengið mjög góðar móttökur. Rótarýklúbbur Keflavíkur óskar Sigurði Hóm Sigurðssyni og Eygló Hjálmarsdóttur til hamingju með verðlaunin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
„Suður með sjó“ var stofnaður af Rótarýklúbbi Keflavíkur árið 1991. Tveimur árum áður hafði Rótarýklúbburinn gefið út bókina Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes eftir Jón Böðvarssson. Nokkur hagnaður varð af útgáfunni og var hann lagður í sjóð sem fékk nafnið; Suður með sjó og skyldi notaður til að verðlauna og eða veita styrki til þeirra sem stuðla að nýsköpun og skara fram úr í sinni starfsgrein.
Sigurður Hólm og Eygló kona hans hafa þróað og hrint í framkvæmd hugmynd um að framleiða vistvænt hreinsiefni úr kindamör. Fyrirtækið framleiðir í dag fimm tegundir af vistvænum hreinsiefnum undir vöruheitinu Undri, þ.e. tjöruhreinsi, penslasápu, línusápu, iðnaðarhreinsilög og kvoðusápu. Undri hefur þegar verið settur á markað og fengið mjög góðar móttökur. Rótarýklúbbur Keflavíkur óskar Sigurði Hóm Sigurðssyni og Eygló Hjálmarsdóttur til hamingju með verðlaunin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.