UNDRAHEIMUR Í SVARTSENGI
Hitaveita Suðurnesja opnaði formlega í vikunni „Gjánna“ sem staðsett er í „kjallara“ Eldborgar i Svartsengi.Í Gjánni er sýning Hitaveitu Suðurnesja um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. „Gjáin er nýtt sjónarhorn í þessu margþætta samspili þar sem inn kemur fræðsla og gerir fólk meðvitað um gæði lands og auðlindar“, sagði Finnbogi Björnsson, formaður bygginganefndar Gjárinnar. Kostnaður við mannvirkið nemur um 50 millj. kr. Gjáin verður opin næstu tvær helgar og þá getur fólk kynnt sér þetta stórskemmtilega mannvirki þar sem sjónvarpsskjáir og tölvutækni eru notuð til hins ýtrasta í framsetningu efnisins.