Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirstöður gamla vitans molna
Vitarnir á Garðskaga. Undirstöður gamla vitans farnar að láta á sjá og hefur molnað talsvert úr þeim á síðustu mánuðum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 20. janúar 2017 kl. 10:25

Undirstöður gamla vitans molna

Undirstöður gamla vitans á Garðskaga eru farnar að láta mikið á sjá. Áhugamaður um vitann segir að síðustu mánuði hafi molnað talsvert úr steyptum undirstöðum vitans sem hefur verið útvörður Garðskaga frá árinu 1897 eða í 120 ár á þessu ári.

Þung hafaldan lemur á undirstöðunum og í vetur hefur sjórinn jafnvel gengið upp á land og má sjá það af þangi og grjóti sem hefur skolað yfir sjóvarnargarða.

Nýlega var lokið við viðgerð á sjóvarnargarðinum vestan við gamla vitann. Viðmælandi blaðsins segir að mjög fljótlega þurfi að ráðast í viðgerðir á vörnum gamla vitans. Hann sé friðaður og því þurfi væntanlega að steypa varnirnar eins og þær voru áður en ekki hlaða grjóti umhverfis vitann.

Á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók á Garðskaga í vikunni má sjá hvernig varnirnar við gamla vitann eru að molna. Talsvert hefur molnað úr vörninni neðan við húsið við vitann.

Hér sést vel hvernig aldargömul steypan er farin að molna frá undirstöðum gamla vitans.





 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024