Undirskriftasöfnun getur ekki orðið grundvöllur kosningar um kísilver
Áskorun um íbúakosningu vegna kísilvera í Helguvík var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær.
Í afgreiðslu bæjarráðs segir að þar sem undirskriftarsöfnunin er ekki í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og reglugerðar um íbúakosningar nr. 155/2013 getur hún ekki orðið grundvöllur íbúakosninga.