Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirskriftalistinn afhentur biskupi og ráðherra
Miðvikudagur 12. apríl 2006 kl. 18:29

Undirskriftalistinn afhentur biskupi og ráðherra

Undirskriftir 4.431 sóknarbarna í Reykjanesbæ voru afhentar dómsmálaráðherra og biskupi í dag, þar sem þess er krafist að séra Sigfús B. Ingvarsson verði skipaður í stöðu sóknarprests.

Þegar búið var að fara yfir listann og hreinsa út tvítekningar og platnöfn stóð eftir 4431 nafn á listanum, sem þýðir að 80% sóknarbarna í Keflavíkursókn vilja fá séra Sigfús sem næsta sóknarprest.

Endanlegt ákvörðunarvald er hins vegar í höndum dómsmálaráðherra og er niðurstöðu í málinu að vænta fyrir lok mánaðarins. Séra Sigfús þjónar áfram yfir páskana og vonuðust stuðningsmenn hans til þess að þurfa ekki að sjá á bak honum í mánaðarlok.


Mynd: Við afhendingu undirskriftalistans hjá biskupi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hins vegar bannaði myndatökur í ráðuneytinu og hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.
Á myndinni eru talið frá v.:Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, Falur J. Harðarsson, Kristjana H. Gunnarsdóttir, Oddný J. B. Mattadóttir, Björgvin Ingimarsson, Ásdís Ragna Einarsdóttir, Gréta Mar Guðbrandsdóttir

Ljósm.: Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024