Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirskriftalisti á netinu til stuðnings séra Sigfúsi
Föstudagur 7. apríl 2006 kl. 23:33

Undirskriftalisti á netinu til stuðnings séra Sigfúsi

Stuðningsmenn sr. Sigfúsar B. Ingvasonar hafa byrjað söfnun undirskrifta til stuðnings honum í kjölfar þess að valnefnd kaus að velja séra Skúla S. Ólafsson í embætti sóknarprests Keflavíkurkirkju. Málinu var vísað til biskups og mælti hann með því við kirkjumálaráðherra að velja séra Skúla S. Ólafsson til starfsins. Ráðherra skipar í embættið til fimm ára.

Undirskriftasöfnunin fer fram á netinu og hófst nú í kvöld á slóðinni http://sigfus.mis.is/

Á síðunni segir:

„Undirritaðir íbúar í Reykjanesbæ lýsa yfir stuðningi við sr. Sigfús og skora á sóknarnefnd að endurskoða ákvörðun valnefndar um val á sóknarpresti.

Við teljum að niðurstaða valnefndar endurspegli ekki vilja íbúa í Reykjanesbæ.

Sr. Sigfús sem hefur starfað hér í bæ s.l. 13 ár. Á þeim tíma hefur hann náð til fjöldans og reynst sóknarbörnum sínum vel þegar á hefur reynt og áunnið sér traust og virðingu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024