Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirskriftalistar afhentir vegna fyrirhugaðra háhýsa
Fimmtudagur 7. júní 2007 kl. 11:04

Undirskriftalistar afhentir vegna fyrirhugaðra háhýsa

Margur íbúinn í Innri-Njarðvík virðist vera lítt hrifin af nýju deiliskipulagi á Brynjólfsreitnum svokallaða en uppi eru hugmyndir um að reisa þar fjögur háhýsi með allt að 230 íbúðum. Hugmyndin var kynnt nýverið á borgarafundi og sýndist sitt hverjum.

Það var svo í gær sem fulltrúar íbúanna mættu á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar með tvenna undirskriftalista. Annan þeirra höfðu 347 íbúar undirritað og hafna þeir hugmyndinni alfarið. Hinn listann höfðu 367 íbúar undirritað en þar eru sett fram ýmis skilyrði vegna bygginganna, m.a. að tekið sé tillit til núverandi byggðar á svæðinu og athugað verði hvort gera þurfi umhverfismat vegna nálægðar við náttúru- og menningarminjar.
Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari tók á móti listunum sem teknir verða til umfjöllunar í stjórnsýslu bæjarfélagins.


Mynd: Frá afhendingu listanna í gær. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024