Undirrituðu 800 milljóna króna lánssamning
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og KB banki hf. hafa undirritað 800 milljóna króna lánssamning. Um er að ræða lán vegna kaupa FLE hf. á flughlöðum sem áður voru í eigu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Lánssamningurinn er til 15 ára, að því er fram kemur á vef Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Mynd: Oddgeir Karlsson.