Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirrita viljayfirlýsingu um háskóla á Vellinum
Fimmtudagur 15. mars 2007 kl. 10:37

Undirrita viljayfirlýsingu um háskóla á Vellinum

Þau Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands munu síðar í dag skrifa undir viljayfirlýsingu um stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli.

Meðal samstarfaðila í verkefninu eru: Bláa Lónið hf, Geysir Green Energy ehf, Glitnir banki hf, Fasteignafélagið Þrek ehf, Fiskmarkaður Suðurnesja hf, Háskólavellir ehf, Hitaveita Suðurnesja hf, Icelandair Group hf, Klasi hf, Sparisjóður Keflavíkur og VBS Fjárfestingarbanki hf.

Markmið aðila með samstarfinu eru:

• Að efla alþjóðlegt háskólanám hérlendis, byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli og laða þangað erlenda nemendur og kennara.

• Að efla háskólarannsóknir og kennslu hérlendis í samstarfi við Háskóla Íslands og Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni,sérstaklega á sviðum orkuvísinda og umhverfismála, jarðvísinda, sjálfbærrar þróunar, verkfræði, ferðamála, lífríki hafsins, norðurslóðarannsókna, samgöngumála, alþjóða- og öryggismála.

• Að efla starfstengt nám á háskólastigi í samræmi við tillögur starfsnámsnefndar menntamálaráðuneytisins frá síðasta sumri.

• Að styrkja Suðurnes með stofnun frumgreinadeildar til að hækkamenntunarstig á svæðinu.

Unnið hefur verið að þessu verkefni frá því í desember sl. og hefur Runólfur Ágústsson, leitt þá þróunarvinnu í samstarfi við Árna Sigfússon og aðra aðila samkomulagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024