Undirrita ívilnanasamning við hátæknifiskvinnslu í Sandgerði
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið undirritar í dag ívilnanasamning við Marmeti vegna byggingar á hátæknifiskvinnslu í Sandgerði.
Það er útgerðarmaðurinn Örn Erlingsson sem stendur á bakvið Marmeti en síðustu mánuði hefur Bragi Guðmundsson húsasmíðameistari unnið að byggingu á nýju húsnæði fyrir Marmeti á hafnarsvæðinu í Sandgerði.
Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar.
Nánar verður greint frá þessu verkefni síðar í dag hér á vf.is.