Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirgöng við Grænás
Föstudagur 29. febrúar 2008 kl. 16:45

Undirgöng við Grænás

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og Þróunarfélag Keflavíkur hafa vakið máls á því við Vegagerðina að undirgöng fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur verði gerð við gatnamótin við Grænásbrekkuna en þar fer um megin þorri þeirrar umferðar sem fylgir Vallarheiði.

Talsvert hefur verið um umferðaróhpp á þessum gatnamótum og þykir löngu orðið tímabært að grípa til ráðstafana og bæta umferðaröryggi á svæðinu.  Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut, segir að full ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af öryggi barna sem þarna fara gangandi um í þeirri sívaxandi umferð sem þarna er.  Búist megi við að gangandi umferð aukist til muna næstu mánuði eftir að félagsmiðstöðin Fjörheimar tekur að fullu til starfa.  Hann segir fulltrúa Vegagerðarinnar hafa tekið vel í þessar hugmyndir og verið sé að afla þeirra gagna sem til þurfi svo hægt sé að koma málinu á rekspöl.


Mynd: Fjölmörg umferðarslys hafa orðið á Grænásgatnamótunum. VF-mynd: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024