Undirgöng undir Reykjanesbraut á árinu
- Tengja Ásbrú við þjónustusvæði á Fitjum
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 8. mars síðastliðinn fór sviðsstjóri yfir hugmyndir um undirgöng undir Reykjanesbraut. Í fundargerðinni kemur fram að vonir standi til þess að framkvæmdir við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar ljúki á þessu ári. „Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessum áfanga og þakkar starfsmönnum sviðsins og sviðsstjóra fyrir góða framgöngu í þessu mikilvæga umferðaröryggisverkefni,“ segir í fundargerð ráðsins.