Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúningur vegna Sandgerðisdaga í hámarki
Föstudagur 20. ágúst 2004 kl. 11:04

Undirbúningur vegna Sandgerðisdaga í hámarki

Sandgerðisdagar verða haldnir hátíðlegir dagana 27. og 28. ágúst. Undirbúningur er nú í algleymi og verður þar margt um góða gesti og skemmtilegar uppákomur.

Reynir Sveinsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að allir ættu að geta fyndið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er sett á föstudag en á fimmtudeginum má segja að henni sé forstartað þar sem Púlsinn Ævintýrahús og Mamma Mía slá upp kvöldskemmtun.
Hátíðin í ár fer fram á öðrum stað en vanalega, nefnilega Tikk-Húsinu við höfnina. Þar er nóg pláss jafnt innan húss sem utan þannig að ef veður er ekki hagstætt er hægt að flýja í skjól innandyra.

Á föstudagskvöld verður m.a. sundlaugapartý fyrir krakkana og KK verður með tónleika á Mamma Mía.
Sannkölluð tívolístemmning verður við Tikk-húsið á laugardeginum. Þar verður markaður þar sem maður getur keypt allt á milli himins og jarðar. Margt verður um góða gesti eins og áður sagði og þar fer fremst í flokki poppdrottningin sjálf, Birgitta Haukdal, sem mun taka nokkur lög ásamt Vigni félaga sínum úr Írafári.

Hátíðinni verður svo slitið opinberlega á laugardagskvöld með flugeldasýningu, brennu og bryggjusöng.
„Við hljótum að fá gott veður,“ sagði Reynir að lokum. „Við bjóðum bara alla velkomna og vonumst til að sjá sem flesta.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024