Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúningur kísilvers líklega stærsta framkvæmdin í Reykjanesbæ í sumar
Laugardagur 16. apríl 2011 kl. 10:35

Undirbúningur kísilvers líklega stærsta framkvæmdin í Reykjanesbæ í sumar

Undirgöng undir Reykjanesbrautina, hringtorg á Ásbrú og möguleg tenging Reykjanesbrautar við þjóbraut ofan Reykjaneshallar, voru á meðal verkefna sem bæjarstjóri nefndi á dagskrá sumarsins í Reykjanesbæ, á íbúafundum sem haldnir hafa verið í Reykjanesbæ undanfarnar tvær vikur.


Þá hyggja HS veitur á stofnlögn ofan Norðurhverfis í Keflavík í sumar. Undirbúningur kísilvers verður langstærsta framkvæmdin í sumar, ef álversverkefni hefur þá ekki tekið við sér. Þar er um að ræða framkvæmdir við lóð og byggingar á lóð, rafstrengjalagnir með Reykjanesbraut yfir til kísilvers og viðbygging við aðveitustöð á Fitjum.


Af minni verkefnum tiltók bæjarstjóri einnig framkvæmdir við stíga og gróður að Ásbrú , nokkur verk í Dalshverfi, viðhald gatna og göngustíga, uppsetningu á „þú ekur“ skiltum, viðhald á grunn og leikskólalóðum, hreinsun opinna svæða og viðgerðir á Hafnargötu við gamla pósthúsið. Bæjarstjóri taldi þetta allt til eðlilegra viðhaldsverkefna sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þann 19. apríl verður haldið Umferðar og öryggisþing- og þar verður lögð sérstök áhersla öryggi skólahverfa í bænum. Samkvæmt því sem kom fram á fundinum mun Vorhreinsunin standa yfir frá 26. apríl til 13. maí.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024