Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúningur hafinn að byggingu leiguíbúða fyrir Íþróttaakademíu
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 14:38

Undirbúningur hafinn að byggingu leiguíbúða fyrir Íþróttaakademíu

Reykjanesbær hefur auglýst eftir umsóknum um byggingarrétt á lóðum við Krossmóa í Njarðvík, en þar er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum með leiguíbúðum. Eru íbúðirnar hugsaðar fyrir nemendur við Íþróttaakademíuna sem á að taka til starfa næsta haust.

Ýmis skilyrði eru fyrir umsækjendur og má nálgast þær á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðirnar verði byggingarhæfar í byrjun mars n.k.  og fyrstu tólf íbúðirnar skulu verða tilbúnar til útleigu eigi síðar en 1. september 2005.

Umsóknum skal skila til Skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 2. hæð, fyrir kl. 11:00 þann 4. febrúar 2005. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024