Undirbúningur að uppbyggingu íþróttamannvirkja í fullum gangi
Bæjarráð Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að afla tilboða í gólfefni á íþróttasalinn fyrir viðburði og skemmtanir, svo sem teppaflísar og parket eða dansgólf og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund. Jafnframt þarf að meta hve mikið geymslupláss þessir munir þurfa og hvort það sé til staðar.
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja leggur til að íþróttahúsið verði stækkað um fjögur bil í stað þriggja og telur að nýting á húsinu verði mun betri með þessu móti. Viðbótarkostnaður vegna þessa er áætlaður um 24.000.000 kr.
Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar og felur henni að útfæra hönnun byggingarinnar til samræmis.
Jafnframt var 2. áfangi íþróttamannvirkjanna tekinn fyrir á fundi bæjarráðs. Bygginganefnd íþróttamannvirkja leggur til að beitt verði forvali við útboð verkfræðilegrar hönnunar og landslagshönnunar.
Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar.