Undirbúningur að tónlistarmiðstöð hafinn
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skipaði á fundi sínum 7. október sl. í undirbúningsnefnd um Tónlistarmiðstöð en hlutverk hennar verður að skoða hagnýtt gildi tengingar nýs tónlistarskóla, poppminjasafns og rekstur Stapans með það að markmiði að skapa rekstrarlega hagkvæma einingu ásamt tónleika- og ráðstefnumiðstöð.
Skipan undirbúningsnefndar er liður í stefnu og verkefnaáætlun Reykjanesbæjar 2002 - 2006 en þar segir m.a.:"Reykjanesbær mun á þessu kjörtímabili hefja byggingu listamiðstöðvar þar sem einnig verði Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Kannaðir verði möguleikar á að hér rísi tónlistarmiðstöð sem veitt getur þjónustu út fyrir svæðið, s.s. tónverkamiðstöð o.s.frv. Þar verði m.a. aðstaða fyrir poppminjasafn og tónleika- og ráðstefnusal".
Í nefndina voru skipaðir fulltrúar frá hverjum flokki, Kjartan Már Kjartansson, Björk Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson, og mun hún kalla til samrás forsvarsmenn málaflokkanna. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Skipan undirbúningsnefndar er liður í stefnu og verkefnaáætlun Reykjanesbæjar 2002 - 2006 en þar segir m.a.:"Reykjanesbær mun á þessu kjörtímabili hefja byggingu listamiðstöðvar þar sem einnig verði Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Kannaðir verði möguleikar á að hér rísi tónlistarmiðstöð sem veitt getur þjónustu út fyrir svæðið, s.s. tónverkamiðstöð o.s.frv. Þar verði m.a. aðstaða fyrir poppminjasafn og tónleika- og ráðstefnusal".
Í nefndina voru skipaðir fulltrúar frá hverjum flokki, Kjartan Már Kjartansson, Björk Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson, og mun hún kalla til samrás forsvarsmenn málaflokkanna. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.