Undirbúa göngustíg milli Garðs og Sandgerðis
Skipulags- og umhverfissviði Suðurnesjabæjar hefur verið falið að undirbúa útboð og grenndarkynningu vegna framkvæmdar á göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.
Málið var til meðferðar framkvæmda- og skipulagsráðs sveitarfélagsins í lok ágúst og tekið fyrir í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar þann 6. september. Þar var afgreiðsla framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.