Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúa byggingu nýs húss fyrir fatlaða í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 12. janúar 2012 kl. 11:02

Undirbúa byggingu nýs húss fyrir fatlaða í Reykjanesbæ

Á fundi fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar á dögunum var gert grein fyrir því að samþykkt hafi verið að hefja undirbúning að byggingu sex íbúða húss fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ í samstarfi við Brynju, hússjóð ÖBÍ.

Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki lægi fyrir hvar sú bygging myndi rísa og hvenær hafist yrði handa við framkvæmdir. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að fatlaðir hafi eins og aðrir val þegar kemur að búsetu og að fatlað fólk eigi ekki að þurfa að búa á sambýli nema þá í algerum undantekningum.

„Við viljum mæta þessum skilyrðum í samstarfi við Öryrkjabandalagið sem hefur tekið jákvætt í að byggja húsnæði en ekki liggur fyrir hvar það hús yrði. Við höfum þó óskir um að staðsetningin verði miðsvæðis í Reykjanesbæ,“ bætti Hjördís við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024