Undir áhrifum fíkniefna án ökuréttinda
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni um síðustu helgi sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var þetta í þriðja skiptið sem lögreglan stöðvar hann við akstur.
Annar ökumaður ók á grindverk á Suðurstrandarvegi og skemmdi það var einnig grunaður um ölvun og neyslu fíkniefna.