Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undir áhrifum fíkniefna á 141 km hraða
Tveir ökumenn voru handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna
Miðvikudagur 3. maí 2017 kl. 15:17

Undir áhrifum fíkniefna á 141 km hraða

Ökumaður sem mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að auk þess hafi hann verið grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Annar ökumaður viðurkenndi akstur án ökuréttinda. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og á tveimur stöðum í bifreið hans fundust meint fíkniefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024