Undarlegt háttarlag ungs ökumanns
 17 ára ökumaður með þriggja mánaða gamalt ökuskírteini var kærður fyrir of hraðan akstur á Garðvegi í gær.  Hann mældist á 130 km hraða.  Áður en hann var stöðvaður ók hann á móti akstursstefnu í hringtorginu við Mánagrund.  Hann má eiga von á 70.000 kr. sekt fyrir hraðaksturinn auk 5000 kr. sektar fyrir aksturinn í hringtorginu.
17 ára ökumaður með þriggja mánaða gamalt ökuskírteini var kærður fyrir of hraðan akstur á Garðvegi í gær.  Hann mældist á 130 km hraða.  Áður en hann var stöðvaður ók hann á móti akstursstefnu í hringtorginu við Mánagrund.  Hann má eiga von á 70.000 kr. sekt fyrir hraðaksturinn auk 5000 kr. sektar fyrir aksturinn í hringtorginu.Kvartað var undan akstri bifreiðar á bifreiðaplaninu við nýja Njarðvíkurvöllinn í Móahverfi, þar sem hann var að gera sér það að leik sínum að reykspóla bifreiðinni í hringi með tilheyrandi hávaða. Höfð voru afskipti af ökumanninum og verður hann kærður fyrir athæfið. Ískur í dekkjum er nokkuð áberandi þessa dagana og virðast hringtorgin vera vinsæl til þeirrar iðju.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				