Undanfari sjúkrabíls í alvarlegu slysi
Ekið var á lögreglu á mótorhjóli á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð nú áðan. Tveir eru alvarlega slasaðir í því slysi. Lögreglan var að ryðja leið fyrir sjúkrabíl í forgangsakstri frá Suðurnesjum þegar ekið var í veg fyrir mótorhjól lögreglunnar.
Sjúkrabíllinn var að flytja einstakling á sjúkrahús sem slasaðist í umferðarslysi á Reykjanesbraut nærri Rósaselstorgi um hádegisbil í dag. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það slys aðrar en að það hafi verið alvarlegt.