Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umtalsvert af fíkniefnum falin á salerni flugvélar
Föstudagur 5. júní 2009 kl. 18:47

Umtalsvert af fíkniefnum falin á salerni flugvélar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlaðan innflutning á umtalsverðu magni af fíkniefnum hingað til lands. Munu efnin hafa verið falin inni á salerni í flugvél á leið til landsins og er talið að starfsmanni á flugvallarsvæði hafi verið ætlað að sækja efnin og koma þeim út af svæðinu.

Tveir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins en öðrum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins heldur áfram.

Samtals hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum haldlagt um 15,5 kg af fíkniefnum það sem af er árinu.



Lögreglubifreið ekur um flughlað Keflavíkurflugvallar. Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson