Umtalsvert af fíkniefnum falin á salerni flugvélar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlaðan innflutning á umtalsverðu magni af fíkniefnum hingað til lands. Munu efnin hafa verið falin inni á salerni í flugvél á leið til landsins og er talið að starfsmanni á flugvallarsvæði hafi verið ætlað að sækja efnin og koma þeim út af svæðinu.
Tveir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins en öðrum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins heldur áfram.
Samtals hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum haldlagt um 15,5 kg af fíkniefnum það sem af er árinu.
Lögreglubifreið ekur um flughlað Keflavíkurflugvallar. Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson