Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umtalsverð fjölgun ferða á milli sveitarfélaga
Föstudagur 25. september 2009 kl. 13:23

Umtalsverð fjölgun ferða á milli sveitarfélaga

Fyrir liggur ný áætlun strætó milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar með viðkomu við helstu stofnanir og skóla í Reykjanesbæ. Áætlunin gerir ráð fyrir fjölgun ferða um 21 á viku eða 3 ferðir í aukningu virka daga og 3 ferðir á dag um helgar í Garðinn, segir í fundargerðum yfirvalda í Garði. Kostnaður Sveitarfélagsins Garðs vegna fjölgunar ferða verður 158.540,-krónur á mánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð Garðs samþykkir að taka þátt í verkefninu en skoða árangur þess um áramót með framhaldið í huga. Bæjarstjóra var falið að koma áætluninni í gang í samstarfi við Sandgerðisbæ og samgönguaðila.