Umsóknir í Vaxtarsamning Suðurnesja 30 talsins
Alls bárust 30 umsóknir um styrki í Vaxtarsamning Suðurnesja í ár en áætlaður heildarkostnaður þessara verkefna er rúmlega 370 milljónir. Úthlutun mun fara formlega fram á ráðstefnu sem haldin verður á næstunni um verkefni Vaxtarsamnings sl. fjögur ár.
Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér samning sem miðar að því að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins.