Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umsóknir berist fyrir vikulokin
Mánudagur 10. ágúst 2015 kl. 11:31

Umsóknir berist fyrir vikulokin

Menntasjóður Sveitarfélagsins Voga hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Nemendur sem luku öðru ári í framhaldsskóla og þeir sem að útskrifuðust úr framhaldsskóla á vorönn 2015 geta sótt um styrk.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með umsókninni skal fylgja staðfest útskrift af námsárangri fyrstu tveggja ára framhaldsskólanáms eða prófskírteini. Styrkirnir verða afhentir á fundi bæjarstjórnar í lok ágúst n.k.

Auk þess verður þremur nemendum sem sýndu bestan námsárangur á lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla veittur styrkur.