Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fjölgað um 5% milli ára
Í febrúar 2022 fengu 166 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 26.128.027. Í sama mánuði 2021 fengu 158 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 24.770.206. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 5% milli febrúar 2021 og 2022.
Í febrúar 2022 fengu alls 287 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.224.411. Í sama mánuði 2021 fengu 275 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.880.356. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði um 6,9% milli febrúar 2021 og 2022.