Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð fjölgað um 2%
Laugardagur 19. febrúar 2022 kl. 08:05

Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð fjölgað um 2%

Í janúar 2022 fékk 151 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.008.824. Í sama mánuði 2021 fengu 148 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 22.528.743. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 2,02% milli janúar 2021 og janúar 2022.

Í janúar 2022 fengu alls 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.386.525. Í sama mánuði 2021 fengu 276 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.819.057. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði um 9,7% milli desember 2020 og 2021.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024