Umræður á Alþingi um lögreglumál Suðurnesja í Vefsjónvarpi
Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, lýsti yfir stuðningi við uppskiptingu á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á Alþingi í dag.
Félagar hennar í stjórnarliðinu og þingmenn Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar, lýstu sig allir mótfallna þessum umdeildu breytingum líkt og stjórnarandstæðingar. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist hlynntur breytingunum. Nú er hægt að hlusta á umræðuna um lögreglumálin í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.