Umönnunargreiðslur lækkaðar
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa ákveðið að lækka umönnunargreiðslur til foreldra um fimm þúsund krónur á mánuði. Greiðslunar munu eftir lækkun nema 25 þúsund krónum og verður þessi ákvörðun endurkoðuð þegar tilefni gefst til, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Umönnunargreiðslurnar eru greiddar mánaðarlega til foreldra ungbarna eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til þau fara á leikskóla. Foreldrar hafa t.a.m. nýtt greiðslurnar til að greiða niður gjald hjá dagforeldrum. Greiðslurnar hófust haustið 2006 og hafa þær verið 30.000 kr á mánuði frá upphafi.